fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
433Sport

Alex Freyr fluttur á spítala: ,,Menn óttast það versta í hans tilfelli“

Victor Pálsson
Mánudaginn 1. júlí 2019 21:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var sáttur með sína menn í kvöld eftir leik við Breiðablik í Pepsi Max-deild karla í kvöld.

KR vann 2-0 heimasigur í toppslag deildarinnar og er nú með fjögurra stiga forskot í efsta sætinu.

,,Þetta var erfiður leikur, Blikar voru góðir og voru mikið með boltann en við vörðumst vel,“ sagði Rúnar við Stöð 2 Sport.

,,Við nýttum okkar færi og hefðum getað skorað fleiri mörk. Við fengum mun hættulegri færi en þeir, þeir dældu boltanum mikið í teiginn og við vörðumst vel.“

,,Við viljum auðvitað bjóða upp á góðan fótbolta en þetta var erfið rimma fyrir bæði lið. Við spilum ekkert sérstaklega vel og reyndum að loka á spil Blika sem við gerðum ágætlega. Á endanum snýst þetta um þrjú stig.“

Alex Freyr Hilmarsson fór meiddur af velli í leik kvöldsins og óttast Rúnar það versta. Alex virðist hafa orðið fyrir alvarlegum hnémeiðslum.

,,Alex Freyr fór á spítala og menn óttast það versta í hans tilfelli. Við vonum það besta en þetta lítur illa út fyrir kallgreyið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Verður sennilega áfram í Manchester eftir allt saman

Verður sennilega áfram í Manchester eftir allt saman
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Telja engar líkur á að Blikar klúðri verkefninu

Telja engar líkur á að Blikar klúðri verkefninu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

United var til í að selja en Sancho neitar að fara

United var til í að selja en Sancho neitar að fara
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Harðir stuðningsmenn jusu úr skálum reiði sinnar í gær – „Erum að veltast um í drullupolli“

Harðir stuðningsmenn jusu úr skálum reiði sinnar í gær – „Erum að veltast um í drullupolli“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Árangur Amorim sá versti í 16 ár

Árangur Amorim sá versti í 16 ár
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sæbjörn furðar sig á vinnubrögðunum í Kópavogi – „Mér finnst þetta gjörsamlega glórulaust“

Sæbjörn furðar sig á vinnubrögðunum í Kópavogi – „Mér finnst þetta gjörsamlega glórulaust“
433Sport
Í gær

Einn af þeim gleymdu hjá United kominn til Hull

Einn af þeim gleymdu hjá United kominn til Hull
433Sport
Í gær

Besta deildin: Víkingar með sterkan sigur gegn ÍA

Besta deildin: Víkingar með sterkan sigur gegn ÍA