fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Englandsmeistararnir bálreiðir út í smálið: Reknir burt og þurfa nýtt heimili

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 2. júlí 2019 10:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn Manchester City er ekki ánægð þessa stundina eftir framkomu neðrideildar liðsins Bury Town.

Bury hefur undanfarin ár notað æfingasvæði City á Carrington sem hefur sparað félaginu um 350 þúsund pund.

Bury hefur hins vegar ekki þótt sjá vel um svæðið og hefur umgengnin verið fyrir neðan allar hellur.

City hefur ófáum sinnum varað félagið við því að fara vel með svæðið en fékk nú loksins nóg.

Englandsmeistararnir hafa skipað Bury að finna sér nýtt æfingasvæði en smáliðið er í miklum fjárhagsvandræðum.

Bury var til að mynda í vandræðum með að borga leikmönnum og starfsfólki laun en þarf að finna sér nýtt æfingasvæði fyrir október.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum