Varnarmaðurinn Adil Rami á yfir höfði sér refsingu hjá félagi sínu í Frakklandi, Marseille.
Frá þessu er greint í dag en Rami mætti ekki á æfingu franska liðsins í gær eftir gott og langt sumarfrí.
Rami komst í fréttirnar á dögunum en hann hafði verið í sambandi með fyrrum kvikmyndastjörnunni Pamela Anderson.
Pamela greindi frá því á Instagram nýlega að Rami væri lygari og svikari og að hann hefði ítrekað farið á bakvið hana í sambandinu.
Þau eru hætt saman og er talið að Rami sé miður sín og hafi þess vegna ekki mætt á æfingu í gær.
Félag hans tekur þá afsökun hins vegar ekki í mál og mun refsa honum fyrir að skrópa á fyrsta degi.