Eins og flestir vita þá vann Liverpool Meistaradeild Evrópu í síðasta mánuði eftir úrslitaleik við Tottenham.
Liverpool vann bikarinn í fyrsta sinn í 14 ár en liðið vann AC Milan í Istanbul árið 2005.
Jordan Henderson er fyrirliði Liverpool í dag og var mikilvægur hlekkur í liðinu sem fagnaði sigri í Madríd.
Henderson er gríðarlega stoltur af árangrinum og ákvað að láta húðflúra bikarinn sjálfan á lærið á sér.
Henderson birti sjálfur mynd af þessu á samskiptamiðla en þetta var fyrsti stóri bikar hans á ferlinum.
Myndina má sjá hér.