Luis Suarez, leikmaður Barcelona, hefur svo sannarlega upplifað betri daga en hann er einnig landsliðsmaður Úrúgvæ.
Suarez spilaði með Úrúgvæ á Copa America á dögunum er liðið féll úr leik eftir viðureign við Perú.
Perú vann leikinn í 8-liða úrslitum en úrslitin þurftu að ráðast í vítaspyrnukeppni.
Þar reyndist Suarez skúrkurinn en hann var sá eini sem klikkaði á spyrnu. Pedro Gallese varði frá honum fyrstu spyrnu keppninnar.
Suarez grét mikið eftir leikinn en hann birti myndband af sjálfum sér á Instagram stuttu eftir lokaflautið.
Neymar, fyrrum liðsfélagi Suarez, sendi honum hjartnæm skilaboð eftir tapið sem tók verulega á.
,,Upp með þig. Þú ert frábær, bróðir. Ég elska þig vinur,“ skrifaði Neymar við færslu Suarez.
Talað er um að Neymar sé á leið aftur til Barcelona og gætu hann og Suarez spilað saman á næstu leiktíð.