fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
433Sport

Sendi sorgmæddum Suarez skilaboð: ,,Upp með þig“

Victor Pálsson
Mánudaginn 1. júlí 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Luis Suarez, leikmaður Barcelona, hefur svo sannarlega upplifað betri daga en hann er einnig landsliðsmaður Úrúgvæ.

Suarez spilaði með Úrúgvæ á Copa America á dögunum er liðið féll úr leik eftir viðureign við Perú.

Perú vann leikinn í 8-liða úrslitum en úrslitin þurftu að ráðast í vítaspyrnukeppni.

Þar reyndist Suarez skúrkurinn en hann var sá eini sem klikkaði á spyrnu. Pedro Gallese varði frá honum fyrstu spyrnu keppninnar.

Suarez grét mikið eftir leikinn en hann birti myndband af sjálfum sér á Instagram stuttu eftir lokaflautið.

Neymar, fyrrum liðsfélagi Suarez, sendi honum hjartnæm skilaboð eftir tapið sem tók verulega á.

,,Upp með þig. Þú ert frábær, bróðir. Ég elska þig vinur,“ skrifaði Neymar við færslu Suarez.

Talað er um að Neymar sé á leið aftur til Barcelona og gætu hann og Suarez spilað saman á næstu leiktíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Verður sennilega áfram í Manchester eftir allt saman

Verður sennilega áfram í Manchester eftir allt saman
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Telja engar líkur á að Blikar klúðri verkefninu

Telja engar líkur á að Blikar klúðri verkefninu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

United var til í að selja en Sancho neitar að fara

United var til í að selja en Sancho neitar að fara
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Harðir stuðningsmenn jusu úr skálum reiði sinnar í gær – „Erum að veltast um í drullupolli“

Harðir stuðningsmenn jusu úr skálum reiði sinnar í gær – „Erum að veltast um í drullupolli“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Árangur Amorim sá versti í 16 ár

Árangur Amorim sá versti í 16 ár
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sæbjörn furðar sig á vinnubrögðunum í Kópavogi – „Mér finnst þetta gjörsamlega glórulaust“

Sæbjörn furðar sig á vinnubrögðunum í Kópavogi – „Mér finnst þetta gjörsamlega glórulaust“
433Sport
Í gær

Einn af þeim gleymdu hjá United kominn til Hull

Einn af þeim gleymdu hjá United kominn til Hull
433Sport
Í gær

Besta deildin: Víkingar með sterkan sigur gegn ÍA

Besta deildin: Víkingar með sterkan sigur gegn ÍA