Jörðin er flöt ef þú spyrð mann að nafni Javi Poves sem er forseti spænska knattspyrnufélagsins Modelos Balompie.
Modelos leikur í fjórðu efstu deild á Spáni en forseti félagsins trúir því að jörðin sé flöt.
Hann ákvað því að breyta nafni félagsins á dögunum í Flat Earth FC eins og kom fram á nýrri Twitter-síðu félagsins.
,,Við erum atvinnumannafélag í fjórðu deild Spánar og við tölum fyrir hönd milljónir manna sem trúa á þessa hugmyndafræði og leita að svörum,“ sagði Poves.
,,Knattspyrnan er vinsælasta íþrótt heims og hefur mest áhrif um allan heim það er því gott skref að búa til knattspyrnulið sem getur verið með endalausa umfjöllun í fjölmiðlum.“
Það er fólk sem trúir því að jörðin sé flöt og er Poves viss um það að hann geti lagt sitt af mörkum í að rannsaka ‘sannleikann’ nánar.
Hér má sjá tilkynningu félagsins og nýtt merki.