fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Íslendingar að gera frábæra hluti í Evrópu: Aron óstöðvandi

Victor Pálsson
Sunnudaginn 30. júní 2019 19:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það voru fjölmargir Íslendingar í eldlínunni í Evrópu í dag en leikið var í deildum í Skandinavíu.

Það voru einnig íslensk mörk og eitt af þeim gerði Samúel Kári Friðjónsson en hann leikur með Viking.

Samúel skoraði eina mark Viking í 1-1 jafntefli við Mjondalen en Dagur Dan Þórhallsson var allan tímann á bekknum hjá heimaliðinu.

Hólmbert Aron Friðjónsson elskar að skora mörk og komst hann á blað fyrir lið Aalesund sem spilaði við Sandnes Ulf í næst efstu deild Noregs.

Hólmbert skoraði fyrsta markið í 3-1 sigri Aalesund en þeir Davíð Kristján Ólafsson, Daníel Leó Grétarsson og Aron Elís Þrándarson léku einnig með liðinu.

Arnór Smárason átti frábæran leik fyrir Lillestrom sem vann 4-0 sigur á Tromso. Arnór lék 60 mínútur í sigrinum og lagði upp fyrstu tvö mörk liðsins.

Kolbeinn Sigþórsson kom við sögu í Svíþjóð þar sem AIK og Malmö gerðu markalaust jafntefli. Kolbeinn kom inná á 74. mínútu og spilaði Arnór Ingvi Traustason allan leikinn fyrir Malmö.

Matthías Vilhjálmsson lék með liði Valerenga sem vann 4-1 sigur á Haugesund. Matthías lagði upp fyrsta mark leiksins.

Einn Íslendingur gerði svo tvennu en Aron Sigurðarson var frábær fyrir Start í næst efstu deild Noregs og gerði tvö í 3-1 útisigri á Tromsdalen.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Howe virðist staðfesta brottför Isak

Howe virðist staðfesta brottför Isak
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segir að Gyokores þurfi tíma – Þurfti sjálfur fjóra til fimm leiki

Segir að Gyokores þurfi tíma – Þurfti sjálfur fjóra til fimm leiki
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

England: Gyokores með tvennu í stórsigri

England: Gyokores með tvennu í stórsigri
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Enginn virðist vilja sóknarmanninn og félagið er nálægt því að gefast upp

Enginn virðist vilja sóknarmanninn og félagið er nálægt því að gefast upp
433Sport
Í gær

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Mussolini og Stalin í lagi en hans nafn er bannað á vinnustaðnum

Mussolini og Stalin í lagi en hans nafn er bannað á vinnustaðnum
433Sport
Í gær

Orðaður við mörg félög en gefur sterklega í skyn að hann verði áfram

Orðaður við mörg félög en gefur sterklega í skyn að hann verði áfram
433Sport
Í gær

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina