Það er útlit fyrir það að Barcelona muni stilla upp gríðarlega sterku byrjunarliði á næstu leiktíð.
Barcelona er orðað við tvær stórstjörnur þessa dagana þá Neymar og Antoine Griezmann.
Ef þeir tveir semja við liðið í sumar gætum við séð sterkustu sóknarlínu sem knattspyrnan hefur mögulega séð.
Þeir Lionel Messi og Luis Suarez eru nú þegar á mála hjá Barcelona og keypti félagið einnig Frenkie de Jong frá Ajax.
Með komu Neymar og Griezmann gæti lið Barcelona orðið óstöðvandi en þeir eru taldir vera í hópi bestu leikmanna Evrópu.
Svona gæti liðið stillt upp á næstu leiktíð.