Fyrirsætan Merhan Keller er hrædd þessa dagana en hún óttast það að snúa aftur til heimalandsins, Egyptalands.
Keller komst í fréttirnar á dögunum en hún varð fyrir áreiti á samskiptamiðlum – hún fékk þar skilaboð frá knattspyrnumanninum Amr Warda.
Warda viðurkenndi að hafa sent gróf kynferðisleg skilaboð til Keller á netinu og var rekinn heim úr landsliðsverkefni Egyptalands.
Mohamed Salah, liðsfélagi Warda, kom honum til varnar og sagði að allir ættu skilið annað tækifæri í lífinu.
Warda hefur sjálfur beðist afsökunar á hegðun sinni og er nú búið að kalla hann aftur í landsliðshópinn.
Keller óttast nú sitt eigið öryggi eftir stuðninginn sem Salah sýndi Warda og þorir ekki að snúa heim.
,,Þessi manneskja [Salah] er Guð í Egyptalandi. Bókstaflega. Þeir sjá hann ekki sem knattspyrnumann, hann er Guð sem gerir ekki mistök,“ sagði Keller.
,,Það er hættuleg staða fyrir mig. Ég get ekki snúið heim núna ef mig langar að heimsækja fjölskylduna.“
,,Fólk mun ráðast á mig á götunni. Þið þekkið hvernig knattspyrnuaðdáendur eru – okkar eru 100 sinnum verri.“
Women must be treated with the utmost respect. “No” means “no”. Those things are and must remain sacred. I also believe that many who make mistakes can change for the better and shouldn’t be sent straight to the guillotine, which is the easiest way out.
— Mohamed Salah (@MoSalah) 26 June 2019
We need to believe in second chances… we need to guide and educate. Shunning is not the answer.
— Mohamed Salah (@MoSalah) 26 June 2019