Wesley Sneijder, fyrrum leikmaður hollenska landsliðsins, var handtekinn í heimalandinu í gær eftir að hafa fengið sér aðeins of mikið í tána.
Sneijder er 35 ára gamall í dag en hann leikur með liði Al-Gharafa í Katar og er í sumarfríi þessa stundina.
Sneijder er mættur í heimabæ sinn Utrecht í Hollandi og skemmti sér með vinum sínum um síðustu helgi.
Myndband náðist af Sneijder þar sem má sjá hann hoppa á bifreið og varð hún fyrir skemmdum.
Sneijder þurfti að borga háa sekt eftir hegðun sína og nú hafa myndir af honum birst á netið.