David Moyes, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United, hefur verið án starfs undanfarið ár.
Það hefur gengið erfiðlega hjá Moyes síðustu ár en hann yfirgaf West Ham á síðasta ári þar sem illa gekk.
Moyes tók við keflinu hjá Manchester United árið 2013 en hann entist í 10 mánuði þar áður en hann var rekinn.
Heimsfrægi rapparinn Stormzy er enginn aðdáandi Moyes og lét hann heyra það á sviðinu er hann hélt tónleika í gær.
Í laginu „Know me From“ þá tókst Stormzy að nefna Moyes og sagði einfaldlega: ‘Ég kem til liðsins og rústa öllu, ég er David Moyes.’
Moyes er 56 ára gamall í dag en aðrir stjórar hafa ekki náð mun betri árangri með United síðustu ár.
David Moyes watching Stormzy on catch up this morning #glastonbury19 pic.twitter.com/lHo8JuI5cd
— Steven Cassidy (@iamscassidy) 29 June 2019
David Moyes getting mentioned during a headline set on the Pyramid Stage >
— Andy Ha (@AndyHa_) 28 June 2019
Stormzy name checking David Moyes on the Pyramid at #Glastonbury still with 3 days left on his United contract. pic.twitter.com/OHDNfY4yrG
— Alex Fairweather (@Axelf7) 28 June 2019