Albert Brynjar Ingason, leikmaður Fjölnis, er stórskemmtilegur á samskiptamiðlinum Twitter.
Albert er leikmaður sem flestir knattspyrnuaðdáendur hér heima kannast við en hann hefur gert það gott í efstu deild.
Frændi hans og nafni, Albert Guðmundsson, leikur með AZ Alkmaar í Hollandi og er hluti af íslenska landsliðinu.
Albert birti mynd á Instagram síðasta sumar og fékk harða gagnrýni frá nafna sínum sem kallaði fatavalið einfaldlega slys.
Albert birti svo nýja mynd á Snapchat í dag þar og ákvað frændi hans að nýta tækifærið og skella í eina Twitter færslu.
,,Brennt barn forðast eldinn. Nema @Snjallbert sem brenndi sig illa á hrikalegu tískuslysi í maí 2018 og ári seinna er hann skaðbrunninn eftir ennþá stærra tískuslys,“ skrifar Albert og birtir myndirnar tvær.
Færsluna frábæru má sjá hér.
Brennt barn forðast eldinn.
Nema @snjallbert sem brennti sig illa á hrikalegu tískuslysi í maí 2018 og núna ári seinna er hann skaðbrunninn eftir ennþá stærra tískuslys. pic.twitter.com/DBAkImazcR
— Albert Ingason. (@Snjalli) 28 June 2019