Ravel Morrison er einn frægasti vandræðagemsi fótboltans í seinni tíð, honum hefur gengið illa að fóta sig.
Morrison er eitt mesta efni sem komið hefur upp hjá Manchester United en Sir Alex Ferguson gafst upp á honum.
Hann hefur undanfarið spilað með Östersund í Svíþjóð en samningur hans þar er nú á enda.
Morrison hefur spilað með QPR, West Ham og Lazio en gæti nú verið að snúa aftur í enska boltann.
Sheffield United sem eru nýliðar í ensku úrvalsdeildinni vilja gefa honum tækifæri og hafa áhuga á að semja við hann.