Neymar, leikmaður Paris Saint-Germain, þarf að biðja stuðningsmenn Barcelona afsökunar.
Þetta segir Rivaldo, landi Neymar en sá síðarnefndi er sterklega orðaður við endurkomu til spænska liðsins.
Neymar vill komast burt frá franska félaginu en Barcelona ku vera að skoða það að fá hann aftur.
,,Þetta er erfið ákvörðun fyrir hann. Þetta er erfitt vegna þess hvernig hann yfirgaf félagið,“ sagði Rivaldo.
,,Það voru margir reiðir eftir það sem gerðist en fótboltinn er eins og hann er. Neymar er frábær leikmaður með stóran persónuleika.“
,,Ef hann fer þangað þá verður hann væntanlega gagnrýndur af sumum en hann verður sami gamli Neymar og það gæti verið sérstakt fyrir Barcelona.“
,,Hann ætti að biðjast afsökunar, opinberlega. Hann ætti að viðurkenna mistök og segja að þetta sé hans heimili, að hann muni gera gæfumuninn.“