Manchester United hefur fest kaup á bakverðinum Aaron Wan-Bissaka en hann kemur til félagsins frá Crystal Palace.
Það er ekki búið staðfesta skiptin en myndum af Wan-Bissaka í treyju United hefur verið lekið á netið.
Þessi 21 árs gamli leikmaður kostar um 50 milljónir punda en hann var frábær fyrir Palace á síðustu leiktíð.
Hann mun væntanlega spila stórt hlutverk með United á næstu leiktíð en félagið hefur verið í vandræðum í vörninni.
Hér má sjá myndirnar.