David Beckham, fyrrum leikmaður Manchester United, er staddur í Frakklandi þessa stundina.
Beckham er ein af goðsögnum knattspyrnunnar en hann var lengi landsliðsmaður Englands og lék fyrir ófá góð lið.
Beckham er í Frakklandi til að fylgjast með kvennalandsliði Englands sem spilar nú á HM.
England mætti norska landsliðinu í 8-liða úrslitum í kvöld og unnu sannfærandi 3-0 sigur.
Lucy Bronze skoraði þriðja mark Englands en það var með þrumuskoti sem markmaður Noregs átti ekki möguleika á að verja.
Beckham fagnaði markinu vel og innilega í stúkunnu en þar var hann staddur ásamt dóttur sinni.
Enska þjóðin er stolt af sínum stelpum sem eru komnar í undanúrslit mótsins undir stjórn Phil Neville.
Goaaallllll ?? ⚽️ pic.twitter.com/fKIQc6Ivnr
— Sensible Soccer Ltd (@SoccerLtd) 27 June 2019