Hver er besti íslenski knattspyrnumaður allra tíma? Það er spurning sem margir eiga í erfiðleikum með að svara.
Það nafn sem kemur þó efst í hugann hjá mörgum er Eiður Smári Guðjohnsen sem allir ættu að kannast við.
Eiður var magnaður leikmaður á sínum tíma og lék með liðum á borð við Barcelona og Chelsea.
Eiður er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Chelsea en hann spilaði með liðinu frá 2000 til 2006.
Þar vann Eiður ensku úrvalsdeildina tvisvar áður en hann hélt til Barceona og spilaði þar í þrjú ár.
Einn allra besti vinur Eiðs er grínistinn Sverrir Þór Sverrisson eða Sveppi og tóku þeir upp ansi skemmtilegar auglýsingar á sínum tíma.
Í einni auglýsingunni er skoðað hjólhestaspyrnu Eiðs sem hann skoraði í leik gegn Leeds United með Chelsea.
,,Uss! Þetta er náttúrulega bara rugl. Þetta er kannski fallegt mark en þetta telur alveg jafn mikið og hin mörkin og ekki þennan tón við mig!“ segir Sveppi í auglýsingunni sem var sýnd á sjónvarpsstöðinni Sýn.
,,Ef það hefðu verið meiðsli í þessari hjólhestaspyrnu þá hefðiru getað endað sem einhver feitabolla í KR eins og þú varst. Hugsunarleysi, ég tek ekki þátt í þessari vitleysu.“
Í annarri auglýsingu þá má sjá Sveppa stýra Eiði á æfingu hér heima og reynir að búa til hinn fullkomna knattspyrnumann.
,,Hlauptu hlunkur!“ er lína sem margir muna eftir úr þeirri auglýsingu.
Alls voru auglýsingarnar sex talsins og hér fyrir neðan má sjá hinar fjórar sem voru birtar.