Zlatan Ibrahimovic, leikmaður LA Galaxy, setti inn ansi athyglisverða færslu á Twitter síðu sína í kvöld.
Zlatan er mjög umdeildur karakter eins og allir vita og umboðsmaður hans er hinn litríki Mino Raiola.
Svíinn birti gamalt myndband af Raiola þar sem hann var spurður út í móttökurnar sem Zlatan fengi í heimalandinu.
Zlatan skrifar „G.O.A.T“ við færsluna sem er einfaldlega styttist á „Greatest of all time.“
,,Farið til fjandans“ hafði Raiola að segja við þá sem gagnrýndu Zlatan fyrir að fara í verri deild á sínum tíma er hann samdi við Paris Saint-Germain eftir dvöl á Ítalíu.
The G.O.A.T ? @MinoRaiola pic.twitter.com/ScRRPECP3R
— Zlatan Ibrahimović (@Ibra_official) 27 June 2019