Eins og flestir vita þá hefur gengi Manchester United verið heldur erfitt undanfarin sex ár eða svo.
Sir Alex Ferguson lét af störfum hjá félaginu árið 2013 og síðan þá hefur leiðin legið niður á við.
Það er mögulega erfitt að vera stuðningsmaður United í dag og þá sérstaklega miðað við ummæl ungs drengs sem hann lét falla í dag.
Sjónvarpsstöð ræddi við drenginn sem er ungur knattspyrnumaður og heldur með United.
Hann var spurður út í það hvaða lið væri í uppáhaldi og hvaða leikmaður væri hans fyrirmynd.
,,Þeir eru allir rusl,“ sagði drengurinn ungi er hann var spurður út í sinn uppáhalds leikmann.
Sjón er sögu ríkari.
When the news channel interviews a United fan in 2019 ? pic.twitter.com/RyodiNmiPq
— The Man Utd Way (@TheManUtdWay) 27 June 2019