fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
433Sport

Skipaði honum að yfirgefa nýfætt barn sitt til að sitja á bekknum: ,,Þú mátt ekki fara“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 27. júní 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maurizio Sarri, nýr stjóri Juventus, er ekki vinsæll hjá öllum og sérstaklega hjá fyrrum félagi sínu Napoli.

Sarri var stjóri Napoli í þrjú ár áður en hann tók við Chelsea í fyrra og svo Juventus í sumar.

Kalidou Koulibaly, leikmaður Napoli, sagði heldur áhugaverða sögu af Sarri í viðtali við Players Tribune í dag.

Koulibaly var einu sinni neyddur til að yfirgefa nýfætt barn sitt til að sitja á bekknum í leik á Ítalíu.

,,Sarri horfði á mig og sagði: ‘nei, nei nei. Ég þarf á þér að halda í kvöld Kouli, í alvöru. Þú mátt ekki fara,‘ sagði Koulibaly.

,,Ég sagði við hann að sonur minn væri að fæðast, að hann mætti gera það sem hann vildi við mig, að mér væri alveg sama og að ég ætlaði að fara.“

,,Hann varð svo stressaður og reykti sígarettuna sína. Hann reynti og reykti og sagði að lokum að ég mætti fara en að ég þyrfti að vera mættur aftur fyrir leikinn um kvöldið.“

,,Ég er tilbúinn að spila og kem inn í búningsklefann. Ég horfi á liðið upp á töflu og leita að nafninu mínu sem var ekki þarna.“

,,Ég spurði hvort hann væri að grínast. Hann sagði að þetta væri hans ákvörðun.“

,,Ég bætti við að ég hefði yfirgefið son minn og eiginkonu. Hann sagðist hafa þurft á mér að halda. Þá sagði hann já, að hann þyrfti á mér að halda á bekknum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Dóri Árna: „Segja þér ekki neitt annað en að þetta er bara gott fótboltalið“

Dóri Árna: „Segja þér ekki neitt annað en að þetta er bara gott fótboltalið“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Grátbiður félag sitt um að samþykkja tilboðið

Grátbiður félag sitt um að samþykkja tilboðið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tíðinda að vænta af Gylfa Þór? – Endurkoma sögð koma til greina

Tíðinda að vænta af Gylfa Þór? – Endurkoma sögð koma til greina
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir fyrstu umferð – Þungt högg í maga Liverpool og United aftur í Evrópu

Ofurtölvan stokkar spilin eftir fyrstu umferð – Þungt högg í maga Liverpool og United aftur í Evrópu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Við það að snúa aftur eftir mikil vonbrigði

Við það að snúa aftur eftir mikil vonbrigði
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Skrifar undir nýjan samning við Arsenal

Skrifar undir nýjan samning við Arsenal