Maurizio Sarri, nýr stjóri Juventus, er ekki vinsæll hjá öllum og sérstaklega hjá fyrrum félagi sínu Napoli.
Sarri var stjóri Napoli í þrjú ár áður en hann tók við Chelsea í fyrra og svo Juventus í sumar.
Kalidou Koulibaly, leikmaður Napoli, sagði heldur áhugaverða sögu af Sarri í viðtali við Players Tribune í dag.
Koulibaly var einu sinni neyddur til að yfirgefa nýfætt barn sitt til að sitja á bekknum í leik á Ítalíu.
,,Sarri horfði á mig og sagði: ‘nei, nei nei. Ég þarf á þér að halda í kvöld Kouli, í alvöru. Þú mátt ekki fara,‘ sagði Koulibaly.
,,Ég sagði við hann að sonur minn væri að fæðast, að hann mætti gera það sem hann vildi við mig, að mér væri alveg sama og að ég ætlaði að fara.“
,,Hann varð svo stressaður og reykti sígarettuna sína. Hann reynti og reykti og sagði að lokum að ég mætti fara en að ég þyrfti að vera mættur aftur fyrir leikinn um kvöldið.“
,,Ég er tilbúinn að spila og kem inn í búningsklefann. Ég horfi á liðið upp á töflu og leita að nafninu mínu sem var ekki þarna.“
,,Ég spurði hvort hann væri að grínast. Hann sagði að þetta væri hans ákvörðun.“
,,Ég bætti við að ég hefði yfirgefið son minn og eiginkonu. Hann sagðist hafa þurft á mér að halda. Þá sagði hann já, að hann þyrfti á mér að halda á bekknum.“