Barcelona fær nú símtöl þess efnis um að Neymar vilji ólmur snúa aftur til félagsins, eftir tæplega tveggja ára dvöl hjá PSG.
PSG borgaði 222 milljóna evra klásúlu Neymar sumarið 2017 en nú vill Neymar fara aftur.
El Mundo segir að Neymar hafi haft samband við stjórnarmenn Barcelona á síðustu mánuðum.
Hann vill að félagið kaupi sig aftur en í Barcelona leið honum betur en honum líður í París.
Forráðamenn Barcelona hafa tjáð sig um málið og segja ekki líklegt að félagið kaupi Neymar, á meðan hann bíður og vonar, er Neymar í Brasilíu.
Þar hellir hann vel í sig af bjór og slakar á, hann nennir ekki aftur til Parísar.