Amr Warda, leikmaður Egyptalands hefur verið rekinn heim af Afríkumótinu. Ástæðan eru óviðeigandi skilaboð sem hann hefur verið að senda. Hann hefur verið að senda nokkrum konum dónaleg skilaboð í gegnum samfélagsmiðla, þau hafi nú farið í birtingu.
Warda var á meðal leikmanna Egyptalands í fyrsta leik en hefur nú verið sendur heim. Warda leikur með PAOK í Grikklandi en þar er Sverrir Ingi Ingason, landsliðsmaður Íslands einnig.
Ward er 25 ára gamall en skilaboðin sem hann sendi eru sögð hafa verið ansi klúrin. Sérstaklega voru það skilaboð sem Warda sendi á Merhan Keller, sem er fyrirsæta. Hún fór með málið til fjölmiðla.
Mo Salah, skærasta stjarna Egyptalands segir að konur eigi að fá virðingu en finnst viðbrögðin of hörð. ,,Konur eiga að fá virðingu, nei er nei. Það er eitthvað sem allir eiga að skilja,“ sagði Salah.
Hann tók svo upp hanskann fyrir Warda. ,,Ég trúi því líka að sá sem gerir mistök, geti bætt ráð sig. Það á ekki að henda manni i hakkavélina um leið og eitthvað gerist, það er auðvelda leiðin.“
,,Við verðum að trúa á annað tækifæri, við verðum að leiðbeina og fræða. Að loka á fólk er ekkert svar.“