Inter Milan þarf að selja leikmenn ef félagið ætlar að geta fengið Romelu Lukaku frá Manchester United.
Antonio Conte vil Lukaku til félagsins og framherjinn hefur áhuga á að fara frá United.
United er tilbúið að selja Lukaku en félagið vill ekki minna en 75 milljónir punda. Það er upphæðin sem félagið borgaði árið 2017 fyrir hann.
Inter vill fá Lukaku á láni í tvö ár fyrir 9 milljónir punda. Félagið vill svo borga 54 milljónir punda eftir tvö ár. Þetta vill félagið gera til að standast reglur FIFA um fjármál.
United mun hafna því tilboði en Federico Pastorello, umboðsmaður Lukaku sást funda með Inter í vikunni.