Alexander Hleb, fyrrum leikmaður Barcelona segir að félagið hafi selt Ronaldinho og Deco, til að vernda Lionel Messi.
Ronaldinho og Hleb mættu undir áhrifum áfengis á æfingu, það varð til þess að félagið fékk nóg.
Það hefur reynst fín ákvörðun enda hefur Messi verið einn besti leikmaður í heimi síðustu tíu árin.
,,Ronaldinho og Deco komu fullir á æfingu,“ sagði Hleb um tíma sinn hjá félaginu.
,,Þess vegna voru þeir seldir árið 2008, til að þeir myndu ekki draga Lionel Messi með sér í svaðið.“
Ronaldinho hafði gaman af skemmtanalífinu, hann vildi mikið dansa á kvöldin.