Chelsea hefur gengið frá kaupum á Mateo Kovacic frá Real Madrid. Þetta fullyrðir Sky Sports.
Chelsea er í félagaskiptabanni en gat keypt Kovacic. Ástæðan er sú að hann var á láni hjá félaginu í fyrra.
Chelsea hafði til mánudags til að ganga frá kaupunum á Kovacic. Líklegt er að Frank Lampard hafi gefið grænt ljós á það.
Lampard er að taka við Chelsea en hann stýrði Derby á síðustu leiktíð, hann snýr nú aftur heim.
Kovacic og Christian Pulisic verða einu leikmennirnir sem Chelsea fær í sumar en Edez Hazard hefur yfirgefið félagið.