Wayne Rooney, fyrrum leikmaður Manchester United, hefur gefið bakverðinum Aaron Wan-Bissaka ráð en hann er á leið til félagsins.
Wan-Bissaka er að skrifa undir samning við United og kemur til félagsins fyrir um 50 milljónir punda.
Wan-Bissaka er aðeins 21 árs gamall en stóð sig vel með Crystal Palace á síðustu leiktíð.
,,Spilaðu án hræðslu. Manchester United er stórkostlegt félag, ef ekki besta félag heims,“ sagði Rooney.
,,Þú verður að taka því og læra menningu Manchester United, læra söguna og reyna þitt besta.“
,,Ef hann gerir það allt þá er ég viss um að hann verði í lagi og að þjálfararnir segi honum allt sem hann þarf að vita.“