fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433Sport

ÓIi Kristjáns svarar sögusögnunum: ,,Þeir sem eru sterkir á svellinu rísa upp“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 23. júní 2019 21:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, sá sína menn tapa 2-1 heima gegn KR í Pepsi Max-deild karla í dag.

FH spilaði alls ekki vel mest megnis af leiknum í kvöld og voru þá sérstaklega slappir í fyrri hálfleik.

,,Þetta var verðskuldaður sigur KR. Við vorum mjög slakir í fyrri hálfleik, við vorum eftir í návígum og spiluðum okkur ekki úr þeim stöðum sem komu upp,“ sagði Ólafur.

,,Það var einkennandi fyrir fyrri hálfleikinn að þeir voru á undan í öllum aðgerðum og við vorum kannski heppnir að vera bara 1-0 undir í hálfleik.“

,,Við lifnuðum við í seinni hálfleik en það er auðvelt að skora. Við þurfum að finna lausn á því af hverju andstæðingarnir þurfa ekki fleiri færi.“

,,Ég hef áhyggjur af því að við eigum í erfiðleikum með að vinna fótboltaleiki, hvort sem það séu 1,2,3 eða 4. Við erum ekki að gera nógu vel til að sækja sigra.“

Óli var svo spurður út í eigin framtíð og hvort að það væru krísufundir í gangi hjá FH þessa stundina.

FH er 11 stigum frá toppnum þessa stundina og veit hann sjálfur að það séu aldrei æviráðningar í knattspyrnu.

,,Ég held að formaðurinn hafi svarað því ágætlega. Staða okkar FH er ekki góð og ég er í brúnni en ég hef alltaf haft það þannig að það er þannig í fótboltanum að þú ert ekki með æviráðningu.“

,,Það eru hlutir sem maður má ekkert fara að hugsa um. Þú mætir bara inn næsta dag og vinnur vinnuna þína. Hér í FH reyna menn að leysa hlutina í sameiningu.“

,,Það er bara þannig þegar á móti blæs að þá eru það þeir sem eru sterkir á svellinu sem rísa upp, þola mótlætið, þola umtalið og þola það að það gangi ekki vel í augnablikinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Halldór um erfiðar aðstæður í kvöld: ,,Veist ekki alveg hvar hann endar“

Halldór um erfiðar aðstæður í kvöld: ,,Veist ekki alveg hvar hann endar“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gregg eftir tapið gegn Blikum: ,,Ég held að ég hafi ekki fengið gult spjald, er það?“

Gregg eftir tapið gegn Blikum: ,,Ég held að ég hafi ekki fengið gult spjald, er það?“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Besta deildin: Víkingar svöruðu vel fyrir sig gegn KA – Danijel með tvennu

Besta deildin: Víkingar svöruðu vel fyrir sig gegn KA – Danijel með tvennu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Orri Steinn stórkostlegur og tryggði FCK sigurinn: Kom inná og skoraði þrennu – Sjáðu öll mörkin

Orri Steinn stórkostlegur og tryggði FCK sigurinn: Kom inná og skoraði þrennu – Sjáðu öll mörkin
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Byrjunarlið Tottenham og Arsenal – Mikið undir í stórleiknum

Byrjunarlið Tottenham og Arsenal – Mikið undir í stórleiknum
433Sport
Í gær

Telur að rifrildið umtalaða í gær tali sínu máli – ,,Sannfærður um að hann sé á förum“

Telur að rifrildið umtalaða í gær tali sínu máli – ,,Sannfærður um að hann sé á förum“