fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
433

Plús og mínus: Hvað ætli hann sé að hugsa?

Victor Pálsson
Laugardaginn 22. júní 2019 15:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik er komið á toppinn í Pepsi Max-deild karla á ný eftir leik við ÍBV í tíundu umferð í dag.

Eftir að hafa lent 1-0 undir þá tóku Blikar öll völd í seinni hálfleik og unnu að lokum 3-1 sigur.

Hér má sjá það góða og slæma úr leiknum.

Plús:

Gústi Gylfa er að byggja svo skemmtilegt lið í Kópavogi. Það er orðið virkilega gaman að horfa á Blikana sem eru með gríðarlega hæfileika einstaklinga.

Það er auðvelt fyrir lið að brotna aðeins eftir að fá á sig mark snemma leiks en Blikar voru rólegir. Þeir vissu að tækifærin myndu koma og breyttu 0-1 í 3-1.

Þeir grænu voru þá nánast með öll völd á vellinum í seinni hálfleik. Gústi hefur minnt menn á að toppsætið væri í boði.

Eyjamenn byrjuðu vel og voru ferskir í byrjun. Sáu til þess að leikurinn yrði sú skemmtun sem hann var.

Mínus:

Fyrsta mark Blika var brandari. ÍBV ákvað að gefa þeim jöfnunarmark á silfurfati. Hvar er hausinn?

ÍBV spilaði oft fínasta bolta í fyrri hálfleik en hvað í … gerðist í seinni? Það var eins og þetta jöfnunarmark hefði bara eyðilagt liðið algjörlega.

Sorrí Eyjamenn en þetta er ekki að virka. Pedro getur ekki fengið mikið fleiri sénsa, ÍBV á í mikilli hættu á að falla niður um deild.

Það er eitthvað sem segir mér að einn enskur framherji hafi horft undrandi á þennan leik. Hvað ætli Gary Martin sé að hugsa?

Einstaklingsgæðin eru svo miklu meiri í Blikaliðinu, það er ekki hægt að bera þetta saman. Lið í allt, allt öðrum klassa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hélt hann væri ósnertanlegur í vinnunni en fékk svo aðrar fréttir – ,,Ég hélt ég væri mikilvægur“

Hélt hann væri ósnertanlegur í vinnunni en fékk svo aðrar fréttir – ,,Ég hélt ég væri mikilvægur“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Breytti um umræðuefni er hann var spurður út í framtíð Eze

Breytti um umræðuefni er hann var spurður út í framtíð Eze
433Sport
Í gær

Bakvörður gæti tekið við af Salah

Bakvörður gæti tekið við af Salah
433Sport
Í gær

Bíða eftir tilboði frá Chelsea

Bíða eftir tilboði frá Chelsea
433Sport
Í gær

Engir skemmtistaðir og ekkert áfengi – ,,Ert með einn möguleika og það er að vinna þína vinnu“

Engir skemmtistaðir og ekkert áfengi – ,,Ert með einn möguleika og það er að vinna þína vinnu“
433Sport
Í gær

Ekki valinn í leikmannahópinn og er líklega að kveðja – United eða Newcastle?

Ekki valinn í leikmannahópinn og er líklega að kveðja – United eða Newcastle?