Yannick Carrasco, leikmaður Dalian Yifan í Kína, hefur verið settur í bann af félaginu.
Þetta var staðfest í tilkynningu í gær en stjórn Dalian er bálreið út í Belgann þessa stundina.
Carrasco skrópaði í leik gegn Hebei China Fortune á dögunum og mætti einnig ekki á æfingu.
Í tilkynningunni kemur fram að Carrasco hafi þrjá daga til að biðja liðsfélaga sína afsökunar og má þá ekki mæta á æfingu.
Vængmaðurinn hefur spilað 10 leiki fyrir kínverska félagið á leiktíðinni en hann reynir ítrekað að komast burt.
Arsenal ku hafa áhuga á leikmanninum sem var áður á mála hjá liði Atletico Madrid.