Jurgen Klopp, stjóri Liverpool ætlar sér að eyða talsvert af fjármunum í sumar. Þetta hefur hann staðfest.
Stuðningsmenn Liverpool gleðjast yfir þessu, eftir að hafa unnið Meistaradeildina í ár. Þá er stefnan sett á að vinna ensku úrvalsdeildina á næstu leiktíð.
Klopp hefur metnað til þess að binda enda á 30 ár án þess að vinna efstu deild á Englandi.
,,Liverpool er félag með metnað, ef við myndum ekki eyða sömu fjármunum og aðrir. Þá værum við ekki samkeppnishæfir,“ sagði Klopp.
,,Það eru allir að eyða miklu, við verðum að gera það sama.“