fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
433Sport

Hiti í kringum Hannes og brúðkaupið á Ítalíu: Svona gerðust hlutirnir í þessu furðulega máli

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 21. júní 2019 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið hefur verið rætt og ritað um besta markvörð íslenska landsliðsins frá upphafi, Hannes Þór Halldórsson. Ferð hans í brúðkaup aldarinnar við Lake Como á Ítalíu, hefur vakið upp mikla umræðu. Hannes var þar gestur í brúðkaupi Gylfa Þórs Sigurðssonar og Alexöndru Helgu Ívarsdóttir. Hannes gekk í raðir Vals í apríl og hefur koma hans í Pepsi Max-deild karla, vakið gríðarlega athygli. Við ætlum að fara yfir tímalínuna í þessu máli Hannesar.

11. júní
Hannes Þór Halldórsson, meiðist lítillega í upphitun fyrir landsleik Íslands og Tyrklands í undankeppni Evrópumótsins. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, enginn vissi af meiðslum Hannesar fyrir eða eftir leik, nema læknar og sjúkraþjálfarar liðsins. Hannes náði að spila leikinn og var frábær í 2-1 sigri á Tyrklandi, einum besta landsleik Íslands í tæp tvö ár.

13. júní
Hannes segir frá meiðslum sínum í ítarlegu viðtali við Fótbolta.net og þar kemur fram að hann fari í brúðkaup Gylfa og Alexöndru. Öllum er að verða ljóst að Hannes laug ekki um meiðsli sín en samsæriskenningar fóru af stað þarna. „Það stóð nú ekki til að fara en úr því að þetta gerðist þá settist ég niður með Óla og hann hvatti mig til þess að taka mér nokkra daga pásu og skella mér. Ég fæ nokkra daga off og ég get því fagnað þessu með Gylfa,“ sagði Hannes um meiðslin, hann hafði fengið tak í lærið.

15. júní
Hannes skemmtir sér vel í brúðkaupi Gylfa og Alexöndru á Ítalíu en viðtalið við Ólaf Jóhannesson, þjálfara Vals í Pepsi Max-mörkunum var það fyrsta sem vakti athygli þennan daginn. Eftir sigurleik á ÍBV, þar sem Hannes var staddur í brúðkaupinu, hafði Ólafur þetta að segja: „Ég hef ekki hugmynd hvenær hann tognaði,“ ekki góð ummæli fyrir Hannes. Þetta varð til þess að fleiri spurningar vöknuðu um málið. „Ég þekki ekki hvernig svona mál ganga fyrir sig því miður,“ bætti Ólafur við.

Mikil umræða átti sér svo stað í Pepsi-Max mörkunum síðar um kvöldið. „Hannes Þór spilaði báða landsleikina, hann er sagður meiddur. Hann fær leyfi frá Óla til að fara til Ítalíu í þetta brúðkaup. Liðið þitt er í neðsta sæti deildarinnar. Þú ert einn launahæsti, ef ekki launahæsti leikmaður deildarinnar, ert á fjögurra ára samningi. Félagarnir þínir eru í þessari baráttu, þú ferð í þetta brúðkaup. Hefðir þú farið?,“ sagði Hörður Magnússon, skipstjóri þáttarins.

Reynir Leósson var einn af sérfræðingum þáttarins. Hann segir að hann hefði aldrei farið. Valur vann sigur á ÍBV í gær, án Hannesar sem var að skemmta sér á Ítalíu. ,,Ég hefði ekki farið, þessi staða hefur ekki komið upp hjá mér. Ég hefði ekki farið, það er mikil ábyrgð á herðum Hannesar. Þá er það ábyrgð hjá honum að vera með þeim í blíðu og stríðu. Hann hefur verið einn þeirra besti leikmaður. Þetta kom mér á óvart.“

Hannes í brúðkaupinu fræga.

19. júní
Hjörvar Hafliðason, knattspyrnusérfræðingur hélt því fram í Brennslunni á FM957 að Hannes hefði samið við Val í apríl, þar hefði verið rætt að hann fengi frí þessa helgi til að fara í brúðkaupið. „Núna er bolurinn að fá þær upplýsingar. Hann hefur bara samið svona, honum hefur langað það mikið, Vegna þess að Hannes er eins venjulegur náungi og maður kynnist í lífinu. Ég skil ekki að manni langar svona mikið á einhvern viðburð. Ég viðurkenni það að það þyrfti að vera sonur minn að fara gifta sig mjög óvænt (ef ég ætti að taka svona ákvörðun).“

Hannes stóð svo vaktina í marki Vals gegn KR um kvöldið, liðið tapaði 3-2 og síðan ræddi Hannes við fjölmiðla. Hann svaraði hressilega fyrir sig. „Það stendur ekki einn stafur í mínum samningi um brúðkaupið hans Gylfa Sig, ég get lofað þér því. Ég verð nú bara að fá að segja nokkur orð um þetta mál. Í fyrsta lagi þá meiddist ég í þessum landsleik, það er staðreynd. Ég taldi mig hafa hingað til á mínum ferli sýnt það að það þurfi ekki að efast um fagmennsku mína gagnvart þeim klúbbum sem ég spila fyrir. Ég hef aldrei skorast undan skyldum mínum sem fótboltamaður og þvert á móti þá hef ég lagt á mig aukalega til að vera í eins góðu standi og ég get fyrir þau lið sem ég spila fyrir. Þannig hef ég alltaf litið á fótbolta og það mun ekki breytast. Þess vegna finnst mér helvíti ódýrt að það sé reynt að gera þessa stuttu ferð mína til Ítalíu tortryggilega með öllum mögulegum aðferðum í æsifréttastíl. Þegar ég hefði ekki einu sinni getað tekið þátt í leiknum vegna meiðsla. Það er alltaf leiðinlegt að missa af leikjum vegna meiðsla en Valsmenn eru sem betur fer vel settir í markmannsmálum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Endar Jordan Pickford í London í sumar?

Endar Jordan Pickford í London í sumar?
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Erik ten Hag segir ensk blöð ljúga í þessu máli

Erik ten Hag segir ensk blöð ljúga í þessu máli
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Liverpool frumsýninr treyjuna sem liðið spilar í undir stjórn Arne Slot

Liverpool frumsýninr treyjuna sem liðið spilar í undir stjórn Arne Slot
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Arteta virðist gefast upp á Jesus sem nú er til sölu

Arteta virðist gefast upp á Jesus sem nú er til sölu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Komu öllum á óvart í vetur og tryggðu sér Meistaradeildarsæti – Voru í fallbaráttu í fyrra

Komu öllum á óvart í vetur og tryggðu sér Meistaradeildarsæti – Voru í fallbaráttu í fyrra
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Verða án 14 leikmanna í stórleiknum í kvöld

Verða án 14 leikmanna í stórleiknum í kvöld
433Sport
Í gær

Að vinna Meistaradeildina bjargar ekki starfinu

Að vinna Meistaradeildina bjargar ekki starfinu
433Sport
Í gær

Vildu að öryggisgæslan myndi fjarlægja útvarpsmanninn: ,,Ættir að skammast þín“ – Sjáðu myndbandið

Vildu að öryggisgæslan myndi fjarlægja útvarpsmanninn: ,,Ættir að skammast þín“ – Sjáðu myndbandið