fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
433Sport

Segir Gylfa vera á stórstjörnuafslætti: „Hann er ekki að ofnota þetta“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 12. júní 2019 10:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið vann gríðarlega mikilvægan sigur í gær er við spiluðum við Tyrki í undankeppni EM. Ísland þurfti í raun á sigri að halda í leik gærkvöldsins til að minnka bilið í baráttunni um efstu tvö sæti riðilsins. Ísland mætti sterkt til leiks á Laugardalsvelli og var staðan fljótt orðin 2-0 fyrir strákunum.

Ragnar Sigurðsson gerði bæði mörk Íslands eftir fast leikatriði með stuttu millibili og staðan 2-0 í fyrri hálfleik. Undir lok hálfleiksins minnkuðu Tyrkir svo muninn með skalla eftir hornspyrnu og staðan í leikhléi 2-1.

Það var rólegra yfir leiknum í seinni hálfleik þar sem engin mörk voru skoruð og lokatölur 2-1 fyrir okkar mönnum. Ísland er nú með jafn mörg stig og Frakkar og Tyrkir en með verri markatölu í þriðja sæti riðilsins.

Gylfi Þór Sigurðsson var enn á ný frábær fyrir íslenska landsliðið, hann var til umræðu í hlaðvarpsþætti Fótbolta.net eftir leik í gær.

,,Maður tók eftir því í dag, hann er á stórstjörnuafslættinum. Hann er líka klókur, hann er heiðarlegur leikmaður. Hann velur augnablikin vel,“ sagði Tómas Þór Þórðarson, um það hvernig dómari leiksins Szymon Marciniak, fór með Gylfa í leiknum.

Gylfi er skærasta stjarna liðsins og því telur Tómas að dómarar gefi honum meiri afslátt en öðrum leikmönnum þegar kemur að brotum og slíkum hlutum.

,,Eins og undir lokin, þetta hefur ekkert verið gott þegar hann fær hann upp á bakið. Gylfi er stór og sterkur strákur, hann meiðar sig ekki svona auðveldlega.“

,,Hann fær klárlega aukaspyrnur sem ekki aðrir fá, hann er ekki að ofnota þetta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Gátu ekkert gegn Íslandi en náðu í stig í kvöld

Gátu ekkert gegn Íslandi en náðu í stig í kvöld
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Svona er byrjunarlið Frakka fyrir leikinn gegn Íslandi

Svona er byrjunarlið Frakka fyrir leikinn gegn Íslandi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Kostulegt atvik í beinni útsendingu – Virkaði áttavilltur og gekk óvænt út

Kostulegt atvik í beinni útsendingu – Virkaði áttavilltur og gekk óvænt út
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hjartnæmt Guðjohnsen-myndband vekur athygli um heim allan

Hjartnæmt Guðjohnsen-myndband vekur athygli um heim allan
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þurfa að vera óhræddir og þá getur allt gerst

Þurfa að vera óhræddir og þá getur allt gerst
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Svona gæti byrjunarlið Liverpool litið út með komu Isak

Svona gæti byrjunarlið Liverpool litið út með komu Isak
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þetta segja veðbankar um möguleika Íslands í kvöld

Þetta segja veðbankar um möguleika Íslands í kvöld
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Liverpool reynir að framlengja en Real Madrid bíður á kantinum

Liverpool reynir að framlengja en Real Madrid bíður á kantinum