fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
433Sport

Kolbeinn forðaðist endursýningar: ,,Hún situr enn í kollinum“

Victor Pálsson
Laugardaginn 8. júní 2019 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur heldur áfram á fullu fjöri en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Þátturinn hefur notið mikilla vinsælda en afar áhugaverðir gestir hafa komið í þáttinn.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Kolbeinn Sigþórsson sem er einn allra besti knattspyrnumaður sem Ísland hefur átt, þá sérstaklega þegar hann hefur klæðst treyju landsliðsins.

Kolbeini hefur enn ekki tekist að skora í Meistaradeild Evrópu en hann lék þar með Ajax í Hollandi.

Leikir Ajax voru oft erfiðir í deild þeirra bestu og spilaði liðið við stórlið sem voru í hærri gæðaflokk.

Kolbeinn fékk kjörið tækifæri til að skora gegn Barcelona á sínum tíma en liðin áttust við í riðlakeppninni í september árið 2013. Sá leikur tapaðist 4-0.

Þar tókst Kolbeini hins vegar ekki að skora en Victor Valdes, þáverandi markvörður Barcelona, varði frá honum.

,,Hún situr enn í kollinum. Ég held að ég hafi ekki horft á þetta víti fyrr en bara einhverju hálfu ári seinna,“ sagði Kolbeinn.

,,Þá var ég fyrst kominn yfir það. Þetta er hluti af þessu en það var hrikalega svekkjandi að fá þetta tækifæri, víti á Nou Camp.“

,,Við vorum ekki í séns í þessum leik en eiga það á recordinu að skora í Meistaradeildinni, það er svekkjandi. Það er alltaf tími.“

,,Yfir heildina í Meistaradeildinni þá náðum við aldrei að koma okkur í þá stöðu að fara áfram.“

,,Við lentum oftast í dauðariðlum gegn Barcelona, Dortmund og við vorum í þriðja eða fjórða styrkleikaflokki með ungt lið. Hlutirnir smelltu ekki fyrir okkur þá.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Fundaði með Guehi eftir rússíbanann með Liverpool

Fundaði með Guehi eftir rússíbanann með Liverpool
433Sport
Í gær

Vilja gera við hann samning svo hann klári ferilinn í Bítlaborginni

Vilja gera við hann samning svo hann klári ferilinn í Bítlaborginni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Stjarna Chelsea ældi á miðjan völl í nótt eftir harkalegt samstuð við leikmann Arsenal – Sjáðu atvikið

Stjarna Chelsea ældi á miðjan völl í nótt eftir harkalegt samstuð við leikmann Arsenal – Sjáðu atvikið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Mikill áhugi í Sádí Arabíu á Maguire sem er klár í að skoða málið

Mikill áhugi í Sádí Arabíu á Maguire sem er klár í að skoða málið