fbpx
Laugardagur 30.ágúst 2025
433Sport

Máni hjólaði í Arnar Gunnlaugsson: „Eins og að fara með gröfu á glerhýsi“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 3. júní 2019 09:58

Þorkell Máni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pepsi Max-Mörkin á Stöð2 Sport voru með besta móti í gær, líflegar umræður voru í þættinum. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings fékk meðal annars á baukinn, frá Þorkeli Mána Péturssyni, sérfræðingi þáttarins.

Arnar gagnrýndi ástandið á grasinu hjá Grindavík eftir markalaust jafntefli liðsins á laugardag. „Þessi grasmenning er svo þreytandi. Ef við ætlum að hafa gras höfum það þá bara almennilegt. Ég elska fótboltann það mikið að ég veit að leikirnir á verri völlunum verða bara hægir og leiðinlegir og endar með því að enginn nennir að koma að horfa á þetta,“ sagði Arnar við Pepsi Max-Mörkin.

Máni var afar óhress með þessi ummæli Arnars og sagði að lið sem spilar heimaleiki sína á gervigrasinu í Laugardal, geti ekki gagnrýnt aðra velli. Víkingar eru að bíða eftir því að heimavöllur þeirra í Víkinni verði klár. Þar er verið að leggja nýtt gervigras.

„Þetta er eins og að fara með gröfu á glerhýsi. Víkingarnir eru að bjóða upp á heimavöll í Laugardalnum eins og er. Þeir sem hafa séð gervigrasið þar vita hvað ég er að tala um,“ sagði Máni í Pepsi Max-Mörkunum.

„Þetta er bara ósmekklegt. Það er verið að reyna að halda úti grasvelli þarna og þetta er bull hjá Arnari. Það er búið að skora fullt af mörkum á grasvöllunum sem hann talar um. Ég sé ekki að boltinn sé verri á grasi en gervigrasi.“

Umræðuna má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Fengu skítkast en svöruðu hressilega fyrir sig á samskiptamiðlum – Sjáðu færsluna

Fengu skítkast en svöruðu hressilega fyrir sig á samskiptamiðlum – Sjáðu færsluna
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Spænska goðsögnin fann sér nýtt félag 39 ára gamall

Spænska goðsögnin fann sér nýtt félag 39 ára gamall
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Betri en Konate og myndi henta Liverpool fullkomlega

Betri en Konate og myndi henta Liverpool fullkomlega
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Real Madrid beitir þekktri taktík í tilraun til að fá leikmann Bayern

Real Madrid beitir þekktri taktík í tilraun til að fá leikmann Bayern
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Launin að þvælast fyrir í viðræðunum

Launin að þvælast fyrir í viðræðunum
433Sport
Í gær

Gæti Napoli tekið tvo frá United á allra næstu dögum?

Gæti Napoli tekið tvo frá United á allra næstu dögum?
433Sport
Í gær

Howe og Slot tjá sig um Isak – Newcastle sagt opna á það að hann fari

Howe og Slot tjá sig um Isak – Newcastle sagt opna á það að hann fari