Stuðningmsenn Liverpool er í sínu besta skapi þessa dagana, stærsti knattspyrnuleikur ársins fer fram á laugardag, og þeirra lið er með.
Liverpool mætir Tottenham í úrslitum Meistaradeildarinnar á laugardag, leikurinn fer fram í Madríd.
Rútan sem mun ferja leikmenn Liverpool milli staða í Madríd er mætt til borgarinnar en hún er í veseni.
Rútan festist undir Wanda Metropolitano vellinum, þar hefur hún verið í dag á meðan málið er leyst.
Rútan rakst undir göng sem leiða inn á völlinn, hún ætti þó að losna áður en leikmenn Liverpool þurfa að koma sér í leikinn á laugardag.
Mynd af þessu má sjá hér að neðan.