Tveir stuðningsmenn hafa verið fluttir á sjúkrahús eftir harkaleg slagsmál í Aserbaídsjan, þar mætast Arsenal og Chelsea, í úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld.
Um var að ræða slagsmál á milli stuðningsmanna Chelsea og Arsenal, en leikurinn fer fram í Baku.
Slagsmálin áttu sér stað í gærkvöldi, tveir voru fluttir á sjúkrahús vegna meiðsla.
Stuðningsmenn beggja liða hafa lagt á sig langt ferðalag, fyrir þennan afar mikilvæga leik.
Arsenal þarf meira á sigri að halda en sigur gefur miða í Meistaradeildina á næsta ári, Chelsea hefur þegar tryggt sér þáttökurétt í henni.