fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
433Sport

Tómas Þór ætlaði að passa lýsingarorðin svo menn færu ekki að gráta: ,,Bara algjör hörmung“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 21. maí 2019 10:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víkingur náði aðeins í eitt stig gegn ÍBV í Pepsi Max-deild karla á sunnudag, þrátt fyrir að vera marki yfir og manni fleiri. Tómas Þór Þórðarson, íþróttafréttamaður hjá Sýn, ræddi leikinn í Innkastinu á Fótbolta.net.

Tómas er stuðningsmaður Víkings en Jonathan Glenn jafnaði fyrir ÍBV, í uppbótartíma. Víkingur hefur gert þrjú jafntefli í fyrstu fimm leikjunum, liðið hefur ekki unnið leik.

,,Núna þarf maður að passa lýsingarorðin, svo menn fari ekki að gráta,“ sagði Tómas Þór í léttum tón, í Innkastinu á Fótbolta.net.

,,Bara algjör hörmung, frá upphafi til enda. Meira með boltann, fleiri sendingar. Maður sá í upphafi að þetta yrði ströggl, þungur og blautur grasvöllur. Þetta lið er sett upp til að spila á gervigrasi, alla vegana ekki á þungu og blautu grasi. Þessar sendingar og tiki taka bolti sem þeir hafa verið að nota, var ekki að ganga til að byrja með, þegar það er ekki að ganga þá þarftu að fara í íslenskan vorbolta.“

Víkingur hefur fengið jákvætt umtal, mikið af ungum strákum og fótboltinn skemmtilegur. Það gefur hins vegar lítið af stigum.

,,Þetta var algjört högg, fá lið hafa fengið jafn gott umtal, meðal annars frá mér. Þrátt fyrir að hafa ekki unnið leik, að gera siðan jafntefli við ÍBV í Vestmannaeyjum, Víkingar eru síðustu tuttugu mínúturnar, marki yfir, manni fleiri og 60 prósent með boltann. Þeim tekst ekki að vinna leikinn, það verður ekki mikið verra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Svona er tölfræði Amorim frá því að hann tók við United

Svona er tölfræði Amorim frá því að hann tók við United
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Miðasala hafin á afar mikilvægan leik

Miðasala hafin á afar mikilvægan leik
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Íslendingar að störfum í Sviss

Íslendingar að störfum í Sviss
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Enn eitt höggið fyrir Tottenham

Enn eitt höggið fyrir Tottenham
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hafa ekki áhyggjur af Blikum þrátt fyrir ósannfærandi úrslit

Hafa ekki áhyggjur af Blikum þrátt fyrir ósannfærandi úrslit
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Seldur eftir misheppnaða dvöl á Englandi

Seldur eftir misheppnaða dvöl á Englandi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Skiptin urðu að engu í gær

Skiptin urðu að engu í gær