fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Pressan

Hjónin notuðu Roundup í mörg ár: Nú eiga þau von á 245 milljörðum í bætur

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 14. maí 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kviðdómur í Kaliforníu hefur fellt þann úrskurð að lyfjafyrirtækið Bayer sé skaðabótaskylt vegna eitilfrumukrabbameins (e. non-Hodgkin’s lymphoma) sem hjónin Alva og Alberta Pilliod greindust með.

Alva og Alberta töldu að krabbameinið mætti rekja til notkunar þeirra á Roundup, illgresiseyði sem notið hefur töluverðra vinsælda lengi vel. Efnið er baneitrað og inniheldur hættuleg efni. Roundup var framleitt af fyrirtækinu Monsanto en það fyrirtæki keypti þýski lyfjarisinn Bayer ekki alls fyrir löngu.

Samkvæmt dómnum munu Alva og Alberta að óbreyttu fá einn milljarð dala hvort, samtals 245 milljarða króna. Forsvarsmenn Bayer hafa fullyrt – og vísað í rannsóknir og eftirlitsaðila – að notkun á Roundup sé örugg.

Alva greindist með krabbameinið árið 2011 en Alberta árið 2015. Þau sögðust fyrir dómi hafa notað Roundup frá því á áttunda áratug síðustu aldar. Þau hafi alltaf haldið að notkun efnisins væri örugg, enda engar merkingar um annað á umbúðunum.

Þetta er ekki fyrsta mál þessarar tegundar sem kemur upp í Bandaríkjunum vegna notkunar Roundup. Í mars síðastliðnum dæmdi kviðdómur Bayer til að greiða karlmanni 85 milljónir dala í bætur. Hann, líkt og Alva og Alberta, greindist með eitilfrumukrabbamein. Í fyrra fékk karlmaður í Kaliforníu 78 milljónir dala. Sannað þótti að krabbamein sem hann greindist með hefði mátt rekja til notkunar á Roundup.

Talið er að Bayer bíði rúmlega þrettán þúsund stefnur og eru margar þeirra af svipuðum toga og þær þrjár sem fjallað er um hér að ofan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig
Pressan
Í gær

Kyn læknisins þíns getur haft sérstaka þýðingu

Kyn læknisins þíns getur haft sérstaka þýðingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unga stúlkan sá rautt eftir að nasistar börðu ömmu hennar – Reyndust vera þeim dýrkeypt mistök

Unga stúlkan sá rautt eftir að nasistar börðu ömmu hennar – Reyndust vera þeim dýrkeypt mistök
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti