Arsenal er komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar eftir góðan sigur á spænska liðinu Valencia í gær.
Arsenal var með góða forystu fyrir leik gærdagsins en liðið vann 3-1 heimasigur í fyrri viðureigninni.
Það var fjörugur leikur á dagskrá á Mestalla vellinum en Arsenal hafði að lokum betur, 4-2 þar sem Pierre-Emerick Aubameyang skoraði þrennu. Arsenal vinnur viðureignina því samanlagt 7-3.
Liðið mætir Chelsea í úrslitum, það vakti athygli að þegar Aubameyang fagnaði einu marki í gær, þá var hrækt á hann.
Afar léleg framkoma hjá stuðningsmanni Valencia en atvikið má sjá hér að neðan.