fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Guðmundur hreifst af því sem erkióvinir hans gerðu

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 9. maí 2019 09:22

Gamli skólinn: Guðmundur Hilmarsson á Morgunblaðinu, heldur með Manchester United.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ein ótrúlegasta endurkoma í sögu fótboltans, átti sér stað á þriðudag þegar Liverpool vann 4-0 sigur á Barcelona. Eftir 3-0 tap í fyrri leiknum tókst Liverpool að komast í úrslit Meistaradeildarinnar.

Margir hrifust af þessari mögnuðu endurkomu og ekki síður helstu óvinir Liverpool, ef þannig má að orði komast. Guðmundur Hilmarsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, styður Manchester United. Það eru erkifjendur Liverpool.

,,Ég er ekki stuðnings­maður Li­verpool og lít reynd­ar á liðið sem mína erkióvini en ég gat ekki annað en hrif­ist af frammistöðu þess í leikn­um gegn Barcelona í undanúr­slit­um Meist­ara­deild­ar­inn­ar á An­field í fyrra­kvöld,“ skrifar þessi skemmtilegi blaðamaður í bakvörð dagsins, í Morgunblaðinu.

,,Li­verpool pakkaði Spán­ar­meist­ur­un­um sam­an á mögnuðu Evr­ópu­kvöldi á An­field og ég held svei mér þá að Messi og sam­herj­ar hans í Katalóníuliðinu hafi van­metið and­rúms­loftið á þess­um sögu­fræga velli. Ég hef gríðarlega mikið álit á Jür­gen Klopp, knatt­spyrn­u­stjóra Li­verpool, klók­ind­um hans og út­geisl­un og hversu til­bún­ir leik­menn eru til að spila fyr­ir Þjóðverj­ann og fé­lag sitt. Það gerði út­slagið í þess­um leik.“

,,Ég heyrði í göml­um leik­mönn­um Li­verpool spjalla sam­an á Li­verpool-sjón­varps­stöðinni eft­ir leik­inn og þeir höfðu á orði að leik­menn Barcelona hefðu mætt inn í bún­ings­klef­ann fyr­ir leik­inn með hang­andi haus þar sem værukærðin skein út úr and­lit­um þeirra. Þeir töldu forms­atriði að gera út um ein­vígið með 3:0-for­ystu í fartesk­inu.“

Það var svo ljóst í gær að andstæðingar Liverpool verða Tottenham.

,,Li­verpool mæt­ir Totten­ham í úr­slita­leikn­um á Wanda Metropolitano-vell­in­um í Madrid 1. júní en í ótrú­lega drama­tísk­um leik gegn Ajax í Amster­dam í gær­kvöld tryggði Totten­ham sér far­seðil­inn í úr­slita­leik­inn með sig­ur­marki á síðustu sek­úndu leiks­ins. Ég ætla að spá Li­verpool sigri og hver veit nema 29. eyðimerk­ur­göngu Li­verpool í leit að Eng­lands­meist­ara­titl­in­um ljúki á sunnu­dag­inn! Það er ekk­ert ómögu­legt í þess­ari fal­leg­ustu og skemmti­leg­ustu íþrótt í heimi!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal gagnrýnir þá sem dæmdu Gyokores eftir fyrsta leik

Fyrrum leikmaður Arsenal gagnrýnir þá sem dæmdu Gyokores eftir fyrsta leik
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Gummi Ben kom Hjörvari verulega á óvart í beinni útsendingu – Fékk gjöf frá manninum sem hann hefur gagnrýnt mest

Gummi Ben kom Hjörvari verulega á óvart í beinni útsendingu – Fékk gjöf frá manninum sem hann hefur gagnrýnt mest
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu fyrsta mark Gyokores fyrir Arsenal

Sjáðu fyrsta mark Gyokores fyrir Arsenal
433Sport
Í gær

Sá yngsti í sögu félagsins til að leggja upp

Sá yngsti í sögu félagsins til að leggja upp
433Sport
Í gær

Gæti óvænt tekið hanskana af hillunni og spilað á HM 2026

Gæti óvænt tekið hanskana af hillunni og spilað á HM 2026
433Sport
Í gær

Engin rúta á Emirates í dag: ,,Viljum hræða andstæðinginn“

Engin rúta á Emirates í dag: ,,Viljum hræða andstæðinginn“
433Sport
Í gær

Gætu fengið tvær stjörnur frá Manchester

Gætu fengið tvær stjörnur frá Manchester