Rio Ferdinand var sérfræðingur í setti BT Sport í gær er leikur Tottenham og Ajax fór fram.
Leikið var í undanúrslitum Meistaradeildarinnar en Tottenham hafði betur á útivelli með þremur mörkum gegn tveimur.
Staðan var 2-2 þar til á 95. mínútu leiksins er Lucas Moura skoraði fyrir Tottenham og tryggði liðinu farseðilinn í úrslit.
Ferdinand er sjálfur fyrrum leikmaður og vann Meistaradeildina með Manchester United á sínum tíma.
Hann algjörlega trylltist eftir mark Lucas í gær ásamt goðsögninni Glenn Hoddle.
Myndband af því má sjá hér.
????@rioferdy5 and @GlennHoddle reacting to Tottenham’s winner is everything ?
Great limbs ? pic.twitter.com/YmZZ5UwrOy
— Football on BT Sport (@btsportfootball) 8 May 2019