Paul Pogba, leikmaður Manchester United, neitar því að hann sé eitthvað ósáttur hjá félaginu.
Roy Keane, fyrrum leikmaður United, gagnrýndi Pogba harkalega á dögunum eftir svekkjandi frammistöður undanfarið.
Pogba hefur nú svarað Keane og segir að hann og fleiri megi segja það sem þeir vilja í sjónvarpi.
,,Það eru engin vandamál. Þeir fá borgað fyrir að tala fyrir framan myndavélina,“ sagði Pogba.
,,Ég einbeiti mér bara að því sem gerist á vellinum. Þeir mega segja það sem þeir vilja.“
,,Þeir fá borgað fyrir það, ég fæ ekki borgað fyrir að tala. Ég fæ borgað fyrir að berjast fyrir liðið á vellinum, það er allt saman.“