Kynningarfundur Pepsi Max deildar kvenna fór fram á mánudag og meðal efnis var hin árlega spá formanna, þjálfara og fyrirliða um lokastöðu liða.
Samkvæmt spánni verður Breiðablik Íslandsmeistari og Valur í öðru sæti. HK/Víking og KR er spáð falli, þó stutt hafi verið á milli KR, Fylkis, Selfoss og Keflavíkur í baráttunni um 9. sætið.
Blikar urðu Íslandsmeistarar á síðustu leiktíð en það má þó alltaf búast við harðri baráttu í sumar.
Valur, Stjarnan og Þór/KA munu væntanlega gera atlögu að titlinum en miðað við þessa spá eru Blikar líklegastir.
Hér má sjá spánna.
1. Breiðablik – 242 stig
2. Valur – 236 stig
3. Þór/KA – 216 stig
4. Stjarnan – 163 stig
5. ÍBV – 136 stig
6. Fylkir – 103 stig
7. Selfoss – 98 stig
8. Keflavík – 97 stig
9. KR – 92 stig
10. HK/Víkingur 47 stig