Aron Dagur Birnuson, markvörður KA gerði sig sekan um barnaleg mistök í þriðja marki ÍA, í Pepsi Max-deildinni um helgina. Aron sem ungur að árum stillti varnarvegg sínum upp, á furðulegan hátt. Hann gaf eftir annað hornið.
Þetta sá Tryggvi Hrafn Haraldsson, öflugur leikmaður ÍA og nýtti sér það. Þetta atvik var til umræðu í frábærum, fyrsta þætti af Pepsi Max-Mörkunum í gær.
,,Þetta er ótrúlegt að þetta grunnatriði sé ekki í lagi í meistaraflokki. Þetta var glórulaust,“ sagði sérfræðingurinn, Reynir Leósson.
Þorkell Máni Pétursson sem var með Reyni hjá Herði Magnússyni tók í sama streng. „Er þetta ekki atriði sem markvarðaþjálfari ætti að vera búinn að kenna í öðrum eða þriðja flokki. Það er skrítið að sjá þetta í Pepsi Max-deildinni.“
„Við viljum ekki taka strákinn algjörlega af lífi. En þetta er dýrt. Þetta er grunnatriði. Stilltu veggnum rétt upp og komdu í veg fyrir þetta,“ sagði Reynir.
Umræðuna má sjá hér að neðan.