Hræðilegt slys átti sér stað í Tyrklandi í gærkvöldi þegar sex leikmenn, Alanyaspor voru á heimaleið eftir leik í deildinni.
Leikmennirnir ferðuðust um í lítilli rútu eftir leikinn, Josef Sural landsliðsmaður frá Tékklandi lést í slysinu.
Þessi 28 ára gamli framherji var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi, slysið átti sér stað eftir að ökumaðurinn sofnaði undir stýri.
Með í bílnum voru einnig Steven Caulker og Papiss Cisse sem báðir léku lengi vel í ensku úrvalsdeildinni.
Leikmenn Alanyaspor ferðuðust með lítilli VIP-rútu heim úr leik gegn Kayserispor, leiknum lauk með 1-1 jafntefli þar sem Caulkers koraði.
Sural sem lést á sjúrkahúsi, fékk þungt högg á höfuðið, sem og á líkama sinn. Með þeim afleiðingum að hann lést. Sural skilur eftir sig eiginkonu og tvö börn, en annað barnið fæddist fyrir mánuði síðan.
,,Þær upplýsingar sem ég fæ hjá lögreglunni, er að þrátt fyrir að það hafi verið tveir bílstjórar um borð, þá sofnuðu þeir báðir,“ sagði forseti Alanyaspor.