Manchester United var niðurlægt í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag er liðið tapaði 4-0 gegn Everton. Slæmt tap og frammistaða United var ein sú versta, sem sést hefur.
Eftir leik áttu sér stað harkaleg rifrildi í herbúðum félagsins, leikmenn tókust á um hvað væri að. Ole Gunnar Solskjær, stjóri liðsins ræddi við leikmennina í hálftíma eftir leik.
Mikið verk er fyrir höndum hjá Solskjær, ef hann ætlar sér að koma félaginu í fremstu röð. Solskjær tók við í desember og byrjaði frábærlega, síðan þá hefur hallað hressilega undan fæti.
United á fjóra leiki eftir og þarf helst að vinna þá alla til að eiga von á Meistaradeildarsæti, ef það gerist ekki gætu leikmenn farið.
Mirror segir að David de Gea, Paul Pogba og Romelu Lukaku íhugi þá allir að fara. Sagt er að Solskjær sé klár í að selja Lukaku.
Pogba er orðaður við Real Madrid en þangað langar honum að fara, ef marka má ummæli hans í síðasta mánuði.