fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
433Sport

Harkaleg rifrildi í herbúðum United: Þetta gerði Solskjær í gær

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 23. apríl 2019 08:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United var niðurlægt í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag er liðið tapaði 4-0 gegn Everton. Slæmt tap og frammistaða United var ein sú versta, sem sést hefur.

Eftir leik áttu sér stað harkaleg rifrildi í herbúðum félagsins, leikmenn tókust á um hvað væri að. Ole Gunnar Solskjær, stjóri liðsins ræddi við leikmennina í hálftíma eftir leik.

Mikið verk er fyrir höndum hjá Solskjær, ef hann ætlar sér að koma félaginu í fremstu röð. Solskjær tók við í desember og byrjaði frábærlega, síðan þá hefur hallað hressilega undan fæti.

Á æfingasvæði United í gær var svo klukkutíma langur fundur, þar fór Solskjær yfir öll mistök liðsins gegn Everton. Liðið mætir Manchester City á morgun.

Að loknum fundi með leikmönnum fór Solskjær á fund með sínu starfsliði, þar var farið yfir hvað skal gera í sumar. Hvaða leikmenn skal selja og hvaða leikmenn skal kaupa inn.

Solskjær hefur sagt að hreinsanir verði hjá félaginu í sumar, hann ætlar sér að breyta hugarfarinu í klefanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Bjarni efins um að íslenska þjóðin átti sig á stöðunni – Skorar á KSÍ

Bjarni efins um að íslenska þjóðin átti sig á stöðunni – Skorar á KSÍ
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Myndband: Keflavík styður Píeta samtökin – Glæsilegar treyjur til sölu

Myndband: Keflavík styður Píeta samtökin – Glæsilegar treyjur til sölu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hvar ætlar Arteta að nota Eze? – Tvær mögulegar útgáfur

Hvar ætlar Arteta að nota Eze? – Tvær mögulegar útgáfur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fær hálft ár borgað ef hann riftir samningi sínum

Fær hálft ár borgað ef hann riftir samningi sínum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Útskýrir ákvörðun sína að flytja til Dubai með fjölskylduna – Meira öryggi og betra nám fyrir börnin

Útskýrir ákvörðun sína að flytja til Dubai með fjölskylduna – Meira öryggi og betra nám fyrir börnin
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Bikarúrslitaleikurinn ekki hátt skrifaður í Efstaleiti og settur á hliðarrásina

Bikarúrslitaleikurinn ekki hátt skrifaður í Efstaleiti og settur á hliðarrásina
433Sport
Í gær

Samningi rift vegna ólgusjó eftir að hann var fundinn sekur um að lemja unnustu sína

Samningi rift vegna ólgusjó eftir að hann var fundinn sekur um að lemja unnustu sína
433Sport
Í gær

Arsenal sagt ætla að skoða enska landsliðsmanninn vegna meiðsla Havertz

Arsenal sagt ætla að skoða enska landsliðsmanninn vegna meiðsla Havertz