Alfreð Finnbogason, framherji Augsburg og íslenska landsliðsins verður frá næstu mánuðina. Alfreð gekkst undir aðgerð á skírdag.
Meiðsli Alfreðs voru í kálfa en þau komu upp helgina á undan, strax var ákveðið að skera kauða upp.
Talið er að Alfreð verði frá í 3-4 mánuði og því er ljóst að hann verður ekki með íslenska landsliðinu í sumar. Ísland mætir Albaníu og Tyrklandi í undankeppni EM í sumar, þar mun liðið sakna Alfreðs.
Alfreð hefur mikið verið meiddur síðustu tvö ár, óheppnin eltir framherjann knáa, uppi.
Alfreð á eitt ár eftir af samningi sínum við Augsburg en þar er hann lykilmaður.
Hér að neðan má sjá Alfreð á sjúkrabekknum eftir aðgerðina.