fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
433Sport

Er verðlaunaféð fyrir konur til skammar? – ,,Nóg fyrir nýjum kjól og klippingu“

433
Laugardaginn 20. apríl 2019 14:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karren Brady, varaformaður West Ham United á Englandi, skrifar í dag athyglisverðan pistil á heimasíðu the Sun.

Brady þekkir enska boltann mjög vel en hún hefur verið í stjórn West Ham undanfarin níu ár.

Kvennalið West Ham tryggði sér sæti í úrslitum enska bikarsins á dögunum eftir 4-3 sigur gegn Reading í undanúrslitunum.

Brady segist vera stolt af árangri liðsins en segir að verðlaunaféð fyrir sigurvegara keppninnar sé móðgandi.

West Ham er ekki talið sigurstranglegt í úrslitaleiknum en liðið spilar þar við mjög sterkt lið Manchester City.

,,Þið gætuð haldið það að það sé risastórt verðlaunafé fyrir sigurvegarana en það er rangt,“ skrifar Brady.

,,Ásamt því að fá bikar og medalíur þá gefur knattspyrnusambandið sigurvegaranum nóg til að versla sér nýjan kjól og fara í klippingu.“

Verðlaunaféð fyrir sigurvegara keppninnar er 25 þúsund pund sem þykir ekki vera nógu há upphæð.

Til samanburðar þá mun sigurvegari keppninnar í karlaflokki fá 3,6 milljónir punda en þar mætast Watford og einmitt Manchester City.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þetta eru vinsælustu skiptingarnar í Fantasy – Flestir losa sig við stjörnu Liverpool

Þetta eru vinsælustu skiptingarnar í Fantasy – Flestir losa sig við stjörnu Liverpool
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Útskýrir ákvörðun sína að flytja til Dubai með fjölskylduna – Meira öryggi og betra nám fyrir börnin

Útskýrir ákvörðun sína að flytja til Dubai með fjölskylduna – Meira öryggi og betra nám fyrir börnin
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arsenal sagt ætla að skoða enska landsliðsmanninn vegna meiðsla Havertz

Arsenal sagt ætla að skoða enska landsliðsmanninn vegna meiðsla Havertz
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Vilja Jackson en Chelsea verður að lækka verðmiðann

Vilja Jackson en Chelsea verður að lækka verðmiðann
433Sport
Í gær

Arsenal hoppar inn og er að ná að stela Eze af Tottenham – Bjóða Palace betri pakka

Arsenal hoppar inn og er að ná að stela Eze af Tottenham – Bjóða Palace betri pakka
433Sport
Í gær

Vonar að enginn hlusti á KSÍ og að allir fái sér vel í glas á föstudag – „Hvaða þvæla er þetta“

Vonar að enginn hlusti á KSÍ og að allir fái sér vel í glas á föstudag – „Hvaða þvæla er þetta“