fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
433Sport

Fyrstu bræðurnir til að mætast í Evrópu voru Íslendingar

Victor Pálsson
Laugardaginn 20. apríl 2019 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atli Eðvaldsson, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu, ræddi við Heimi Karlsson í gær en hann var gestur í svokölluðu páskaviðtali.

Atla ættu allir að þekkja en hann lék á sínum tíma 70 landsleiki fyrir Ísland og þjálfaði svo liðið frá 1999 til 2003.

Hann hóf ferilinn hér heima með Val og skoraði þá 31 mark í 93 leikjum með meistaraflokk áður en hann hélt til Borussia Dortmund.

Atli segir frá skemmtilegri staðreynd í viðtalinu sem tengist bróður hans, Jóhannesi Eðvaldssyni.

Jóhannes var einnig atvinnumaður og lék lengst með Celtic í Skotlandi í fimm ár frá 1975 til 1980.

Þeir voru fyrstu bræðurnir til að mætast í Evrópuleik er Valur og Celtic mættust árið 1975.

,,Fyrsti Evrópuleikurinn gegn stórliði var Celtic árið 1975 og þar var Búbbi bróðir. Við vorum fyrstu bræðurnir sem mættust í Evrópuleik!“ sagði Atli.

,,Leikurinn fór 2-0 hér heima fyrir Celtic og svo fóru þessir ungu 16-17 ára strákar til Celtic fyrir framan 70 þúsund manns og við töpuðum 7-0.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þetta eru vinsælustu skiptingarnar í Fantasy – Flestir losa sig við stjörnu Liverpool

Þetta eru vinsælustu skiptingarnar í Fantasy – Flestir losa sig við stjörnu Liverpool
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Útskýrir ákvörðun sína að flytja til Dubai með fjölskylduna – Meira öryggi og betra nám fyrir börnin

Útskýrir ákvörðun sína að flytja til Dubai með fjölskylduna – Meira öryggi og betra nám fyrir börnin
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arsenal sagt ætla að skoða enska landsliðsmanninn vegna meiðsla Havertz

Arsenal sagt ætla að skoða enska landsliðsmanninn vegna meiðsla Havertz
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Vilja Jackson en Chelsea verður að lækka verðmiðann

Vilja Jackson en Chelsea verður að lækka verðmiðann
433Sport
Í gær

Arsenal hoppar inn og er að ná að stela Eze af Tottenham – Bjóða Palace betri pakka

Arsenal hoppar inn og er að ná að stela Eze af Tottenham – Bjóða Palace betri pakka
433Sport
Í gær

Vonar að enginn hlusti á KSÍ og að allir fái sér vel í glas á föstudag – „Hvaða þvæla er þetta“

Vonar að enginn hlusti á KSÍ og að allir fái sér vel í glas á föstudag – „Hvaða þvæla er þetta“